Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 15 . mál.


412. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum, er varða íslenskt ríkisfang, vegna aðildar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og á fund hennar komu frá viðskiptaráðuneytinu Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri og Finnur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri. Stuðst var við umsagnir er bárust á 115. löggjafarþingi frá Íslenskri verslun, Verslunarráði Íslands, Félagi íslenskra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Neytendasamtökunum, ASÍ og VSÍ. Þá var leitað eftir umsögn iðnaðarnefndar um 2. gr. frumvarpsins sem fjallar um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, og gerði iðnaðarnefnd ekki athugasemdir við ákvæðið.
    Nefndin leggur til að gerðar verði breytingar á frumvarpinu. Annars vegar að felldar verði brott tilvitnanir í tilskipanir Evrópubandalagsins og hins vegar er lagt til að í stað orðsins „svæðisríki“ verði notað „aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins“.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum þeim sem gerð hefur verið grein fyrir og gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 4. des. 1992.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Ingi Björn Albertsson,

Sigríður A. Þórðardóttir.


með fyrirvara.