Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 2/116.

Þskj. 421  —  190. mál.


Þingsályktun

um breytingu á þingsályktun um vegáætlun fyrir árið 1992.


    Alþingi ályktar að eftirtaldir liðir í vegáætlun fyrir árið 1992 verði sem hér segir:
2.2.2. Vetrarþjónusta 440 m.kr.
2.3.1.1. Almenn verkefni og bundin slitlög 902 m.kr.
2.3.1.4. Stórverkefni 607 m.kr.

Við liðinn Sundurliðun, 2.3. Til nýrra þjóðvega, 1. Stofnbrautir bætist:

1.1. Almenn verkefni og bundin slitlög.

36 Þingvallavegur
    01–02 Búrfellsvegur — Heiðará 4 m.kr.
1 Vesturlandsvegur
    13     Hellistungur 6 m.kr.
60 Vestfjarðavegur
    02     Um Suðurá 7 m.kr.
1 Norðurlandsvegur
    01     Grjótá — Öxnadalsá 15 m.kr.
82 Ólafsfjarðarvegur
    05     Dalvík — Rípill 8 m.kr.

1.4. Stórverkefni.

Stórbrýr.

1 Suðurlandsvegur
    08     Um Kúðafljót 10 m.kr.

Samþykkt á Alþingi 7. desember 1992.