Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 96 . mál.


444. Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1993.

Frá Hjörleifi Guttormssyni, Steingrími J. Sigfússyni


og Jóhanni Ársælssyni.



Þús. kr.
    Við 4. gr. 05-202 Hafrannsóknastofnun. Nýr liður:
    144 Rannsóknir á hrygningu og klaki þorsks     
10.000


Greinargerð.


    Í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn um eflingu Hafrannsóknastofnunar, þskj. 295, kemur m.a. fram að ráðuneytið hafi beitt sér fyrir að á vegum Hafrannsóknastofnunar yrði hafist handa við auknar rannsóknir á hrygningu og klaki þorsksins. Þar kemur enn fremur fram eftirfarandi:
    „Í frumvarpi til fjárlaga ársins 1993 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa verkefnis og var beiðnum um það hafnað. Ekki þarf þó að fara mörgum orðum um þjóðhagslegt mikilvægi þess að auka vísindalega þekkingu á því hvaða þættir það eru sem áhrif hafa á hvort klak heppnast. Er talið að að baki minnkandi stærðar þorskstofnsins liggi sú ástæða að klak hafi mistekist undanfarin ár þannig að 7–8 síðustu árgangar þorskstofnsins eru langt undir meðaltali. Ráðuneytið hefur af því vissar áhyggjur að verkefnið falli niður á næsta ári.“
    Með vísan til þessa er brýnt að Hafrannsóknastofnun verði gert kleift að sinna þessu verkefni á árinu 1993.