Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 286 . mál.


490. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, RG, GuðjG, SP, IBA).



    Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna orðast svo:
                  Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 67. gr., skal vera 282.264 kr.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
         
    
    2. mgr. B-liðar orðast svo:
                            Barnabótaauki skal óskertur nema 89.284 kr. með hverju barni hjóna, en 96.784 kr. með hverju barni einstæðra foreldra, en skerðist í hlutfalli við tekjuskattsstofn á tekjuárinu og eignarskattsstofn framfærenda í lok þess, sbr. 3. og 4. mgr. þessa stafliðar.
         
    
    Í stað fjárhæðarinnar „732.000“ í 3. mgr. B-liðar komi: 549.000.
         
    
    Í stað orðsins „vaxtagjöldum“ í 1. málsl. 2. mgr. C-liðar komi: 90% vaxtagjalda.
         
    
    Í stað orðsins „tvöfalt“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar komi: 80%.
         
    
    Í stað fjárhæðarinnar „438.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar komi: 394.000.
         
    
    Í stað fjárhæðarinnar „575.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar komi: 518.000.
         
    
    Í stað fjárhæðarinnar „712.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar komi: 641.000.
    Við 16. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skulu ákvæði a-liðar 1. gr. og a-liðar 2. gr. ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1994 vegna arðs sem reiknaður er af tekjum rekstrarársins 1993.
    Við 17. gr. Eftirfarandi breytingar verði á ákvæði til bráðabirgða I:
         
    
    Í stað „1996“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: 1997.
         
    
    Í stað a–d-liða í 1. mgr. komi tveir stafliðir, svohljóðandi:
                  a.    Vegna fjárfestingar á árunum 1994 og 1995 skal hann eigi vera hærri en 80% fjárhæðarinnar.
                  b.    Vegna fjárfestingar á árunum 1996 og 1997 skal hann eigi vera hærri en 50% fjárhæðarinnar.
         
    
    Í stað „1996“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: 1997.
         
    
    Í stað orðsins „tvö“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: þrjú.
         
    
    Í stað „1997“ í 7. mgr. komi: 1998.
         
    
    Í stað „1996“ í 7. mgr. komi: 1997.
    Við 17. gr. Í stað „38“ í ákvæði til bráðabirgða III komi: 39.
Á undan 18. gr. komi ný grein, 19. gr., svohljóðandi:
                  2. málsl. 4. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri skal miða viðmiðunarreglur við laun fyrir sambærileg störf í venjulegum vinnutíma að viðbættu 15% álagi.
    Við 36. gr. Orðin „gjaldskyldu samkvæmt þessum tölulið og“ í 3. tölul. falli brott.
    Við 46. gr. Í stað orðanna „undandráttur á virðisaukaskatti“ í efnismálsgrein komi: skattsvik.
    Við 49. gr. Við greinina bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. komi orðin: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Við 53. gr. Í stað orðsins „útreiknuðu“ í fyrri efnismálslið komi: vegnu.
    Við bætist nýr kafli, IX. kafli, Breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, með fjórum nýjum greinum er orðist svo:
         
    
(59. gr.)
                            Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
                            Auk bensíngjalds skv. 1. mgr. skal greiða sérstakt bensíngjald sem nemur 1,70 kr. af hverjum lítra af bensíni.
         
    
    (60. gr.)
                            2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Tekjum samkvæmt lögum þessum, að frátöldum tekjum skv. 2. mgr. 1. gr. sem renna í ríkissjóð, skal einungis varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun.
         
    
    (61. gr.)
                            Á eftir orðinu „bensíngjalds“ í 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma orðin: sérstaks bensíngjalds.
         
    
    (62. gr.)
                            Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993.
    Við bætist nýr kafli, X. kafli, Gjald af umboðsþóknun í gjaldeyrisviðskiptum, með fjórum nýjum greinum er orðast svo:
         
    
    (63. gr.)
                            Lánastofnanir og aðrir aðilar, sem versla með erlendan gjaldeyri, skulu frá og með 1. janúar 1993 greiða ríkissjóði 45% af þóknun þeirri er þeir taka af viðskiptamönnum sínum fyrir þjónustu við yfirfærslu fjár til útlanda eða aðrar greiðslur erlendis. Þetta gildir jafnt um hvers konar ábyrgðarlaun, innheimtulaun og allar aðrar greiðslur, hverju nafni sem nefnast, fyrir þjónustu þá sem hér um ræðir.
         
    
    (64. gr.)
                            Frá og með 1. janúar 1994 skal gjald skv. 63. gr. vera 30% og frá og með 1. janúar 1995 skal gjaldið vera 15%.
         
    
    (65. gr.)
                            Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að gjaldskyldir aðilar skv. 63. gr. inni gjaldið af hendi svo sem mælt er fyrir í lögum þessum.
                            Fjármálaráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.
         
    
    (66. gr.)
                            Ákvæði kafla þessa öðlast gildi og koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 1993 og gilda til 31. desember 1995. Jafnframt falla úr gildi 1. janúar 1993 lög nr. 52/1984, um gjald af umboðsþóknun og gengismun vegna gjaldeyrisviðskipta, með síðari breytingum.