Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 295 . mál.


517. Nefndarálit



um frv. til l. um fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Þorbjörn Hlyn Árnason biskupsritara, Óla H. Þórðarson, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, Björn Matthíasson, hagfræðing í fjármálaráðuneyti, Ara Edwald, aðstoðarmann dóms- og kirkjumálaráðherra, og Dagnýju Leifsdóttur, deildarstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Meiri hluti nefndarinnar telur ekki rétt að embætti hreppstjóra verði lagt niður og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    I. kafli frumvarpsins, 1.–29. gr., falli brott.

Alþingi, 18. des. 1992.



Sólveig Pétursdóttir,

Björn Bjarnason.

Ey. Kon. Jónsson.


form., frsm.



Ingi Björn Albertsson.

Sigbjörn Gunnarsson.