Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 285 . mál.


538. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum, og um stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SigG, LMR, ÁMM, GHall, SAÞ).


    Við 1. gr. Í stað „135.600“ komi: 123.600.
    Við 2. gr. 1. og 2. efnismgr. orðist svo:
                  Heimilt er að greiða mæðra- og feðralaun einstæðum foreldrum sem hafa börn sín undir 18 ára aldri á framfæri og eiga lögheimili hér á landi. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um greiðslu mæðra- og feðralauna. Þar er heimilt að tengja greiðslu bótanna við tekjur. Þar er einnig heimilt að skilyrða greiðslu mæðra- og feðralauna við að meðlagsúrskurður hafi verið kveðinn upp eða að fyrir liggi staðfest samkomulag um greiðslu framfærslueyris.
                  Árleg mæðra- og feðralaun skulu vera sem hér segir:
                  Með einu barni     
12.000 kr.

                  Með tveimur börnum     
60.000 kr.

                  Með þremur börnum eða fleiri     
129.600 kr.

    Á eftir 4. gr. komi ný grein svohljóðandi:
                  C-liður 35. gr. laganna orðast svo: Barnalífeyrir, kr. 123.600 fyrir hvert barn, sbr. að öðru leyti 15. gr.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 36. gr. laganna:
         
    
    2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Launþegar skv. c-lið 30. gr. skulu standa skil á iðgjöldum sínum.
         
    
    4. mgr. orðast svo:
                             Með reglugerð skal ákveða fast ársiðgjald af trillubátum og meiri háttar heimilisaflvélum.
    Við 6. gr. Í stað 1. efnismálsl. 1. tölul. komi eftirfarandi tveir málsliðir: Nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir hjá sérfræðingum eða stofnunum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur samning við. Ráðherra hefur heimild til þess að ákveða að skilyrði fyrir greiðslu sjúkratrygginga skuli háð tilvísun heilsugæslulæknis eða heimilislæknis.
    Við 7. gr. Við greinina bætist eftirfarandi málsgrein:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 2. mgr. skulu börn og unglingar, 15 ára og yngri, eiga kost á einni skoðun á ári hjá tannlækni sér að kostnaðarlausu.
    Í stað 10. gr. komi þrjár nýjar greinar er orðist svo:
         
    
(10. gr.)
                            Síðasti málsliður 1. mgr. 65. gr. laganna fellur brott.
         
    
(11. gr)
                            67. gr. laganna orðast svo:
                            Iðgjöld slysatrygginga skulu innheimt af innheimtumönnum ríkissjóðs og sveitarsjóðs eða sérstökum innheimtustofnunum. Ákvæði laga nr. 75/1981, þar á meðal um um dráttarvexti og lögtaksrétt, gilda um innheimtu iðgjalda.
         
    
(12. gr.)
                            71. gr. laganna orðast svo:
                            Iðgjöld sjómanna skv. 36. gr. og iðgjöld af aflvélum samkvæmt sömu grein skulu hvíla sem lögveð á hlutaðeigandi skipum og aflvélum og ganga fyrir öllum öðrum veðum en lögveðum fyrir gjöldum ríkissjóðs.
    II. kafli, 11.–17. gr., svo og kaflafyrirsagnir, falli brott.
    Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993. Ákvæði 3.–4. gr., 6. gr. og 11.–13. gr. öðlast þó eigi gildi fyrr en 1. janúar 1994.
    Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.