Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 286 . mál.


553. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GuðjG, IBA, RG, SP).


    Við 6. gr.
         
    
    Á eftir b-lið komi nýr liður, svohljóðandi: Í stað fjárhæðanna „3.900.000“ og „5.850.000“ í 4. mgr. B-liðar komi: 4.017.000 og 6.026.000.
         
    
    Við greinina bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað fjárhæðarinnar „2.965.000“ í 3. málsl. 2. mgr. C-liðar komi: 3.054.000.
         
    
    Við greinina bætist enn nýr liður, svohljóðandi: Í stað fjárhæðarinnar „4.915.000“ í 4. málsl. 2. mgr. C-liðar komi: 5.062.000.
    Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
                  Í stað fjárhæðanna „3.412.000“ og „9.550.000“ kemur: 3.514.000 og 9.837.000.
    Við bætist nýr kafli, XI. kafli, Breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum, með tveimur greinum er orðist svo:
         
    
    (69. gr.)
                            Í stað fjárhæðarinnar „4.930.000“ í 1. málsl. a-liðar 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: 5.078.000.
         
    
    (70. gr.)
                            Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu sérstaks eignarskatts á árinu 1993 vegna eigna í lok ársins 1992.