Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 247 . mál.


573. Nefndarálit



um till. til þál. um samning milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þingsályktunartillöguna sem felur í sér heimild til handa ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 25. júní 1992. Nefndin fékk á sinn fund um málið Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra og Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu.
    Nefndin ákvað að ræða málið frekar á næsta fundi sínum og fá þá greinargerð um túlkun á einstökum atriðum þess.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Í stað orðanna „18. maí 1992“ í lok tillgr. komi: 25. júní 1992.

Alþingi, 22. des. 1992.



Björn Bjarnason,

Össur Skarphéðinsson.

Steingrímur Hermannsson.


form., frsm.



Geir H. Haarde.

Páll Pétursson.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ólafur Ragnar Grímsson.

Árni R. Árnason.