Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 239 . mál.


741. Nefndarálit



um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Sveinbirni Runólfssyni sf. innflutning á gröfupramma.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur í sér heimild samgönguráðherra til að leyfa innflutning á gröfupramma sem ekki uppfyllir aldursskilyrði laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum. Á fund nefndarinnar komu Ari Guðmundsson frá Siglingamálastofnun ríkisins og Ragnhildur Hjaltadóttir frá samgönguráðuneytinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 17. mars 1993.



Pálmi Jónsson,

Sigbjörn Gunnarsson.

Sturla Böðvarsson.


form., frsm.



Guðni Ágústsson.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,

Stefán Guðmundsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Jóhann Ársælsson,

Árni M. Mathiesen.

Árni Johnsen.


með fyrirvara.