Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 138 . mál.


784. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 73/1984.

Frá samgöngunefnd.



    Við 1. gr.
         
    
    Orðin „eða með sjónmerkjum“ í lokamálslið 1. mgr. falli brott.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                   Fjarskiptavirki: Hvers konar tæki, tækjahlutar, leiðslur, búnaður og því um líkt sem sérstaklega er ætlað til að koma á fjarskiptum eða reka þau, hvort heldur er til sendingar eða móttöku.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „talsímaþjónustu“ í 2. efnismgr. komi: á almennum fjarskiptanetum.
         
    
    Í stað 3.–6. efnismgr. komi fimm málsgreinar er orðist svo:     
                            Samgönguráðherra setur skilyrði fyrir leyfisveitingu. Þau skulu vera hlutlæg, skýr og þannig að gætt verði jafnræðis. Rökstuðningur skal fylgja synjun leyfisumsóknar.
                            Ekki þarf sérstakt leyfi til að veita virðisaukandi þjónustu sem er í samræmi við reglugerð sem samgönguráðherra setur.
                            Ekki þarf sérstakt leyfi til að annast sölu á notendabúnaði.
                            Póst- og símamálastofnuninni er heimilt að selja sérhverja tegund fjarskiptaþjónustu og búnað að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda gagnvart öðrum aðilum.
                            Samgönguráðherra getur heimilað einstökum mönnum, félögum eða stofnunum að stofna og reka fjarskiptanet til eigin nota eingöngu sem ekki verða nýtt fyrir aðra aðila og ekki tengd almennum fjarskiptanetum.
    Við 3. gr. Við fyrri efnismálsgrein bætist nýr málsliður sem orðist svo: Liggi fyrir vottorð frá viðurkenndri prófunarstofu um að búnaður sé í samræmi við staðla og reglur telst staðfesting frá Fjarskiptaeftirlitinu fullnægjandi.
    Við 4. gr. Á eftir 1. efnismgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Ráðherra getur heimilað með reglugerð að einstaklingar, félög og stofnanir setji upp jarðstöðvar til móttöku á sjónvarpsefni til eigin nota.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.