Ferill 14. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 14 . mál.


842. Breytingartillögur



við frv. til l. um neytendalán.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi taka til lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur.
    Við 2. gr. Við d-lið bætist: eða hærri fjárhæð en 1.500.000 kr.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðsins „lántakanda“ í 1. málsl., og í stað sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu (í viðeigandi beygingarföllum), komi: neytanda.
         
    
    2. málsl. b-liðar falli brott.
         
    
    Á eftir b-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Með hvaða hætti samningi skuli sagt upp.
         
    
    Við c-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Slíkt má gera með því að vekja sérstaka athygli á breytingunni í reikningsyfirliti eða með áberandi auglýsingum í fjölmiðlum.
    Við 4. gr.
         
    
    A-liður orðist svo: Neytandi er einstaklingur sem í viðskiptum, sem lög þessi ná til, tekur lán eða kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu viðskiptin ekki gerð í atvinnuskyni.
         
    
    B-liður falli brott.
    Við 6. gr. Við 2. tölul. fyrri málsgreinar bætist: þ.e. höfuðstól að frádregnum lánskostnaði.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Lántökukostnaður“ í 1. málsl. fyrri málsgreinar komi: Heildarlántökukostnaður.
         
    
    Í stað orðsins „lánskostnaðar“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar komi: kostnaðar.
    Við 9. gr.
         
    
    2. málsl. fyrri málsgreinar orðist svo: Skal þá greint frá vöxtum eins og þeir eru á þeim tíma sem upplýsingarnar eru gefnar, tilgreint skal með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast.
         
    
    3. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
         
    
    Síðari málsgrein falli brott.
    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  Árleg hlutfallstala kostnaðar er tala sem svarar til núvirðis allra skuldbindinga (lána, endurgreiðslna og kostnaðar) er til kann að koma eða þegar er fyrir hendi og lánveitandi og neytandi hafa samið um. Hlutfallstalan skal reiknuð út í samræmi við stærðfræðilíkingu sem nánar er mælt fyrir um í reglugerð er ráðherra setur. Í henni skal einnig setja nánari reglur um útreikning kostnaðar.
    Við 12. gr.
         
    
    Á eftir orðinu „vaxtagjöldum“ í fyrri málsgrein komi: þar með talið vísitölubinding og verðlagsviðmiðun.
         
    
    Í stað orðanna „inna af hendi“ í 3. tölul. síðari málsgreinar komi: ganga út frá.
    Við 13. gr. Greinin orðist svo:
                  Í auglýsingum eða tilboðum, sem liggja frammi á starfsstöð lánveitanda, skal tilgreina vexti, lántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Ef lánveitandi er jafnframt seljandi vöru eða þjónustu skal við sama tækifæri einnig gefa upp staðgreiðsluverð.
    Kaflanúmer og kaflafyrirsögn III. kafla falli brott.
    Við 14. gr. Í stað orðsins „ákvörðun“ í 1. mgr. komi: auglýsingu.
    Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Hafi lánveitandi ekki veitt þær upplýsingar sem fyrir er mælt í 6. gr., sbr. 5. gr., getur það skapað honum bótaábyrgð, enda hafi neytandi mátt ætla að lánskjör væru hagstæðari en þau síðar reyndust vera.
    Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Neytanda skal heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi fyrir þann dag sem settur er í lánssamning sem lausnardagur. Greiði neytandi fyrir þennan dag getur hann krafist lækkunar á lánskostnaði sem nemur þeim vöxtum eða öðrum kostnaði sem greiða átti eftir greiðsludag. Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu vegna kostnaðar sem er óháður því hvenær greiðsla er innt af hendi.
    17.–19. gr. falli brott.
    Við 20. gr. (er verði 17. gr.).
         
    
    2. mgr. falli brott.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Þetta á þó ekki við ef neytandi innir greiðslu af hendi til lánveitanda og veit eða má vita að lánveitandi hefur ekki rétt til að taka við greiðslu eða gera samning þar að lútandi.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Ákvæði þetta nær þó ekki til viðskiptabréfakrafna enda sé til staðar trygging, sbr. 21. gr.
    Við 21. gr. (er verði 18. gr.). Greinin orðist svo:
                  Lánveitandi, sem gerir lánssamning með viðskiptabréf við neytanda, skal eiga tryggingu að upphæð 5.000.000 krónur vegna hugsanlegra vanefndakrafna neytenda vegna þeirra viðskipta sem að baki viðskiptabréfum standa.
                  Ráðherra skal setja reglugerð þar sem honum er heimilt að lækka fjárhæð þá sem greinir í 1. mgr. þegar umfang viðskipta er það takmarkað að lægri fjárhæð veitir nægjanlega vernd. Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að hækka upphæð skv. 1. mgr. árlega í samræmi við þróun verðlags.
    Við kaflafyrirsögn VI. kafla bætist: og endurheimt eignarréttar.
    Við 22. gr. Greinin falli brott.
    Kaflanúmer og kaflafyrirsögn VII. kafla falli brott.
    Við 23. gr. (er verði 19. gr.). Greinin orðist svo:    
                  Ef söluhlutur er seldur með eignarréttarfyrirvara getur lánveitandi endurheimt hlutinn á grundvelli skriflegs kaupsamnings þar sem skýrt er kveðið á um eignarréttarfyrirvarann. Skilyrði endurheimtunnar er að neytandi sé í vanskilum með afborganir eða lánskostnað.
                  Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað.
                  Ef andvirði söluhlutar er meira en sem nemur eftirstöðvum lánssamnings skal lánveitandi endurgreiða neytanda mismuninn. Ef andvirði söluhlutar er minna skal neytandi endurgreiða lánveitanda mismuninn.
                  Við mat á andvirði söluhlutar skal litið til þess hvort slit og rýrnun söluhlutar er eðlilegt og til frádráttar vaxta frá endurheimtudegi til loka lánssamnings.
                  Komi upp ágreiningur um hvað sé verð söluhlutar á almennum markaði skal hann útkljáður með matsgerð tveggja dómkvaddra og óhlutdrægra manna. Matsmenn skulu ákveða hvernig háttað skuli greiðslu vegna kostnaðar við matið.
    24.–29. gr. falli brott.
    Við 30. gr. (er verði 20. gr.). 2. mgr. falli brott.
    Kaflafyrirsögn IX. kafla (er verði VII. kafli) orðist svo: Bótaskylda og gildistaka.
    Við 34. gr. (er verði 25. gr.). Greinin orðist svo:
                  Brot á lögum þessum getur valdið skaðabótaskyldu í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar.
                  Gera má lögaðila að greiða bætur þó svo að sök sannist ekki á neinn tiltekinn starfsmann lögaðilans ef sýnt þykir að einhver starfsmaður lögaðilans hafi gerst brotlegur við ákvæði laga þessara.
                  Bætur, sem dæmdar verða, sbr. 1. mgr., má innheimta hjá þeim einstaklingi sem dæmdur er bótaskyldur eða lögaðila þeim sem hann starfaði hjá þegar brotið var framið.
    Við 35. gr. Greinin falli brott.
    Við 36. gr. (er verði 24. gr.). Greinin flytjist aftast í VI. kafla.
    Við 37. gr. (er verði 26. gr.). Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. október 1993.