Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 192 . mál.


957. Breytingartillögur



við frv. til l. um eftirlit með skipum.

Frá samgöngunefnd.



    Við 6. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Ráðherra setur reglur um hæfniskröfur er þeir sem hanna og smíða skip skulu uppfylla. Þær skulu m.a. taka mið af réttindum hlutaðeigandi iðngreina.
    Við 8. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Eigi má flytja inn fiskiskip sem er 15 ára eða eldra.
    9. gr. orðist svo:
                  Skipstjóra er skylt að sjá til þess að skip sé haffært þegar það leggur úr höfn og hafi gild lögboðin skírteini um borð. Eiganda skips, útgerðarmanni og skipstjóra er skylt að sjá um að lögskipaðar skoðunargerðir fari fram á skipi eftir því sem við á.
                  Um starfsskyldur yfirmanna við skoðunargerð og verkaskiptingu fer skv. III. kafla sjómannalaga, nr. 35/1985.
    Við 13. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Siglingamálastofnun ríkisins og Landhelgisgæsla Íslands annast eftirlit skv. 1. mgr. og gera með sér samstarfssamning um hvernig þessu eftirliti skuli hagað.
    Við 35. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Á eftir 35. gr. komi svofellt ákvæði til bráðabirgða:
                  Mál, sem þingfest hafa verið fyrir siglingadómi við gildistöku laga þessara, skulu rekin fyrir dóminum eftir þeim reglum sem um hann hafa gilt, sbr. lög nr. 51/1987.