Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 193 . mál.


962. Breytingartillögur



við frv. til l. um leiðsögu skipa.

Frá samgöngunefnd.



    Við 2. gr. Skilgreining á hafnarsvæði orðist svo: Svæði við höfn sem nánar er tilgreint í reglugerð.
    Við 5. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Skylt er útgerð skips, sem siglir um íslenska landhelgi með varning umfram hættumörk samkvæmt reglugerð og áformar að hafa hér viðkomu, að hafa umboðsmann hér á landi. Sé skipið gert út af íslensku útgerðarfélagi telst útgerðin umboðsmaður. Í reglugerð skal setja skilyrði sem umboðsmanni ber að uppfylla.
         
    
    2. mgr. falli brott.
    Við 6. gr. Á eftir 1. málsl. fyrri málsgreinar komi nýr málsliður svohljóðandi: Erlend veiðiskip, sem sigla inn í íslenska efnahagslögsögu, skulu tilkynna það Landhelgisgæslu Íslands.
    Við 7. gr. Í stað orðsins „leiðsögumann“ í 1. mgr. komi: hafnsögumann.