Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 276 . mál.


1012. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.–12. gr. laga nr. 1/1992.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, GuðjG, ÖS, GHH, EH).



    Við 1. gr. Í stað 1.–2. efnismgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Húsnæðisstofnun ríkisins er ríkisstofnun er lýtur sérstakri stjórn og heyrir undir félagsmálaráðherra sem fer með yfirstjórn húsnæðismála.
    Við 2. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Kostnaði við rekstur Húsnæðisstofnunar ríkisins skal skipt milli þeirra sjóða sem stofnunin rekur, að teknu tilliti til umfangs í rekstri þeirra og útistandandi eigna í lok reikningsárs. Ráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd þessarar greinar.
    Við 3. gr. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. fyrri efnismgr. komi: sjö.    
    Við 4. gr. Síðari málsliður 3. tölul. falli brott.
    Við 5. gr. Í stað orðsins „umsögn“ í 1. efnismgr. komi: tillögu.
    Við 6. gr. Í stað orðanna „er heimilt að ákvarða“ komi: ákvarðar.
    Við 8. gr. Efnismgr. orðist svo:
                  Húsnæðismálastjórn skal, að fengnu samþykki félagsmálaráðherra, semja við viðskiptabanka og aðrar fjármálastofnanir um afgreiðslu og innheimtu lána.
    Við 9. gr. Við greinina bætist nýr málsliður er orðist svo: Fjárhagur húsbréfadeildar skal aðskilinn frá öðrum þáttum í starfsemi Byggingarsjóðs ríkisins.
    Við 12. gr. Í stað orðanna „Ráðherra getur með reglugerð heimilað að Húsnæðisstofnun semji“ í 1. málsl. efnismgr. komi: Húsnæðismálastjórn skal, að fengnu samþykki félagsmálaráðherra, semja.
    Við 19. gr. Á eftir orðunum „undirbúning þeirra“ komi: enda komi gjald fyrir.    
    Við 20. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.