Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 437 . mál.


1013. Nefndarálit



um till. til þál. um aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk hún við þá umfjöllun ýmis gögn um málið frá utanríkisráðuneytinu. Einnig barst nefndinni ályktun um málið frá Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Þá komu á fund nefndarinnar Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson frá Samtökum herstöðvaandstæðinga.
    Meiri hluti nefndarinnar telur mikilvægt að Ísland gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu og vill í því sambandi taka undir eftirfarandi kafla í ályktun Varðbergs um málið frá 22. mars sl.:
    „Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, telur það þjóna öryggishagsmunum Íslands að ríkisstjórn Íslands staðfesti aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu og taki virkan þátt í að fylgjast með og móta öryggis- og varnarmál Evrópu. Aukaaðild Íslands að Vestur-Evrópusambandinu ásamt aðild annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins tryggir að sjónarmið NATO-ríkjanna hafi áhrif á stefnumótun Vestur-Evrópusambandsins þannig að Evrópubandalagið verði ekki einrátt í varnar- og öryggismálaumræðu Vestur-Evrópu.“
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 26. apríl 1993.



Björn Bjarnason,

Sigbjörn Gunnarsson.

Geir H. Haarde.


form., frsm.



Árni R. Árnason.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.