Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 15 . mál.


1045. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum, er varða íslenskt ríkisfang, vegna aðildar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarpið felur í sér að gerðar eru breytingar á lögum um verslunaratvinnu og á iðnaðarlögum þannig að ríkisborgurum á Evrópska efnahagssvæðinu verði heimilt að stunda hér þau störf sem lögin ná til.
    Þessar lagabreytingar eru afleiðingar samningsins um EES og tengjast þeim ákvæðum hans sem fjalla um frjálsan flutning vinnuafls innan svæðisins.
    Engin könnun hefur verið gerð á hugsanlegum áhrifum þessara lagabreytinga á viðkomandi starfsgreinar og ýmsar spurningar vakna varðandi mismunandi menntun og kröfur sem gerðar eru til þeirra sem starfa að verslun og iðnaði.
    Minni hlutinn telur rétt að ríkisstjórnin beri ábyrgð á þessu máli og mun því sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 29. apríl 1993.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Halldór Ásgrímsson.

Steingrímur J. Sigfússon.


frsm.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.