Ferill 397. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 397 . mál.


1058. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 57/1988, um framhaldsskóla, sbr. lög nr. 107/1988 og nr. 72/1989.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem veitir menntamálaráðherra heimild til að efna til tilraunastarfs í starfsnámi í framhaldsskólum og mun fela í sér aukna ábyrgð atvinnulífs, bæði faglega og fjárhagslega, og beina þátttöku aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd skólastarfs og eftirliti með því.
    Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna um frumvarpið Kristrúnu Ísaksdóttur, formann iðnfræðsluráðs, Ingvar Ásmundsson, skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík, Guðbrand Magnússon, framkvæmdastjóra Iðntæknistofnunar, Örlyg Geirsson, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, og Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, ráðunaut menntamálaráðherra í skólamálum. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Sambandi iðnmenntaskóla, iðnfræðsluráði, Framhaldsskóla Vestfjarða, Bandalagi íslenskra sérskólanema, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Kennarasambandi Íslands, Hinu íslenska kennarafélagi, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk sameiginlegrar umsagnar frá Alþýðusambandi Íslands, Bíliðnafélaginu, Félagi íslenskra iðnrekenda, Félagi bókagerðarmanna, Félagi íslenska prentiðnaðarins, Landssambandi iðnaðarmanna, Vinnuveitendasambandi Íslands og Iðnnemasambandi Íslands.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Meginbreytingin er sú að menntamálaráðherra skuli hafa samráð við viðkomandi skóla við ákvörðun um tilraunastarf í starfsnámi.

Alþingi, 29. apríl 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir,


form., frsm.

með fyrirvara.



Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir,

Björn Bjarnason.


með fyrirvara.



Ólafur Þ. Þórðarson,

Árni Johnsen.


með fyrirvara.