Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 25 . mál.


1084. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SigG, LMR, ÞurP, SP, SAÞ).



    Við 4. gr. Við 1. efnismgr. b-liðar bætist: og Háskólanum á Akureyri.
    Við 10. gr. A- og b-liður falli brott.
    Við 11. gr. F-liður orðist svo: Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
        1.    Borgarstjórn Reykjavíkur skal hafa með höndum brunatryggingar húseigna í Reykjavík til ársloka 1994 og skal tilkynna húseigendum tímanlega og eigi síðar en 1. júlí 1994 að brunatryggingar þeirra hjá Húsatryggingum Reykjavíkur falli niður og að þeir skuli stofna til brunatryggingar hjá öðru vátryggingafélagi frá 1. janúar 1995. Ákvæði þetta á einnig við um nýtryggingar sem teknar eru á árinu 1994. Húseigandi skal í síðasta lagi fyrir 31. ágúst 1994 hafa tilkynnt Húsatryggingum Reykjavíkurborgar skriflega heiti þess vátryggingafélags sem taka mun að sér brunatryggingu húseignar hans frá og með 1. janúar 1995 og skal tilkynningunni fylgja staðfesting vátryggingafélagsins þar að lútandi. Þeir húseigendur, sem ekki hafa fullnægt tilkynningarskyldu gagnvart Húsatryggingum Reykjavíkur samkvæmt framansögðu, teljast áfram vátryggðir hjá Húsatryggingum Reykjavíkurborgar til 31. desember 1994. Borgarstjórn Reykjavíkur skal þó skylt að semja við eitthvert vátryggingafélag um yfirtöku þessa stofns í síðasta lagi 1. janúar 1995 að undangengnu útboði.
        2.    Húseigendur utan Reykjavíkur skulu bundnir af þeim samningum sem gerðir hafa verið milli sveitarfélaga og vátryggingafélaga um brunatryggingar allra húseigna í hlutaðeigandi sveitarfélagi og af þeim vátryggingarskilmálum sem gerðir hafa verið milli húseigenda og vátryggingafélaga með stoð í fyrrnefndum samningum til loka árs 1994. Frá og með 1. janúar 1995 skal húseigendum utan Reykjavíkur heimilt að brunatryggja húseignir sínar hjá því vátryggingafélagi sem þeir sjálfir kjósa, enda hafi félagið heimild til að hafa með höndum slíkar tryggingar. Húseigendur skulu þó í síðasta lagi fyrir 30. nóvember 1994 tilkynna brunatryggingafélagi sínu skriflega hyggist þeir flytja þessar tryggingar til annars félags. Tilkynningu um uppsögn skal fylgja staðfesting annars vátryggingafélags þess efnis að stofnað hafi verið til lögboðinnar brunatryggingar frá og með 1. janúar 1995. Að öðrum kosti framlengist vátryggingin til árs í senn.
Við 12. gr. C-liður verði svohljóðandi: 20. gr. orðast svo:
                  Brunabótafélagi Íslands er heimilt, að fengnu samþykki stjórnar, að gera sérsamninga við einstök sveitarfélög um vátryggingarkjör húseigna í umdæminu og þá einkum í sambandi við tryggilegar brunavarnir og aðrar aðstæður í umdæminu. Stjórn sveitarfélags getur óskað þess við félagið að það taki að sér brunatryggingar fasteigna í sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum samningi. Með slíkri samningsgerð gerist sveitarfélagið félagsmaður í Brunabótafélaginu, en ekki bindur slíkur samningur alla húseigendur í umdæminu og er þeim frjálst að tryggja húseignir sínar hjá öðrum vátryggingafélögum.
                  Sveitarfélag, sem hefur gert slíkan samning sem um getur í 1. mgr., getur sagt honum upp með sex mánaða fyrirvara miðað við 15. október ár hvert og gengur þar með úr félaginu og hefur eftir það hvorki skyldur við félagið né nýtur þar réttinda.
                  Sveitarfélag, sem hefur með framangreindum hætti gengið úr félaginu, getur að nýju óskað eftir vátryggingarsamningi með fjögurra mánaða fyrirvara miðað við 15. október ár hvert og gerist þá aftur félagsmaður í félaginu við þá samningsgerð.
    III. kafli (17. gr.) falli brott.