Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 305 . mál.


1086. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á útvarpslögum, nr. 68/1985.

Frá menntamálanefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „sem leyfi fær“ í 4. efnismgr. komi: sem leyfi hefur.
         
    
    Orðið „einstakra“ í 5. efnismgr. falli brott.
    Við 3. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „1. tölul. 3. gr.“ í upphafi inngangsmálsliðar greinarinnar komi: 1. tölul. 2. mgr. 3. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnun“ í upphafi efnismálsgreinar komi: Fjarskiptaeftirlit ríkisins.
         
    
    Í stað lokamálsliðar greinarinnar komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva skal einvörðungu heimilað um þráð og/eða þráðlaust um örbylgju. Í síðara tilfellinu skal hafa samráð við samgönguráðuneytið.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „3. tölul. 1. mgr. 3. gr.“ í upphafi inngangsmálsgreinar greinarinnar komi: 3. tölul. 2. mgr. 3. gr.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. efnismgr. greinarinnar:
         
    
    A-liður orðist svo: Útsendingu dagskrárliða sem samsettir eru úr sjálfstæðum þáttum, íþróttadagskrár eða sambærilega dagskrárliði, sem svipaðir eru að uppbyggingu, er heimilt að að rjúfa með auglýsingatíma á þann veg að auglýsingum sé aðeins skotið inn á milli þátta eða í hléum.
         
    
    Við bætist nýr stafliður er orðist svo: Ef dagskrárliðir, aðrir en þeir sem fjallað er um í a-lið, eru rofnir með auglýsingum, skulu líða að minnsta kosti 20 mínútur milli auglýsingahléa í sama dagskrárlið.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunar“ í lok 2. tölul. efnismálsgreinar komi: Fjarskiptaeftirlits ríkisins.
    Við 9. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Ákvæði 2.–7. mgr. 4. gr. og 4. gr. a eiga einnig við um starfsemi Ríkisútvarpsins.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.