Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 229 . mál.


1089. Nefndarálit



um till. til þál. um sérstakt tilraunaverkefni framhaldsskóla á Austurlandi.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Verkmenntaskóla Austurlands, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Vinnuveitendasambandi Íslands.
    Með hliðsjón af því að nefndin hefur mælt með samþykkt stjórnarfrumvarps um að heimila menntamálaráðherra að efna til tilraunastarfs í starfsnámi í framhaldsskólum (397. mál þingsins), sem og með hliðsjón af því að sérstök nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins er að vinna að málefnum framhaldsskóla á Austurlandi, leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Björn Bjarnason.

Rannveig Guðmundsdóttir.


form., frsm.



Svavar Gestsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.

Árni Johnsen.



Tómas Ingi Olrich.