Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 306 . mál.


1094. Breytingartillögur



við frv. til l. um Menningarsjóð.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, TIO, BBj, RG, ÁJ).



    Við 1. gr. Við greinina bætist: Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt veitir sjóðurinn fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi eftir nánari ákvæðum í reglugerð.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Stjórn Menningarsjóðs er skipuð þremur mönnum. Skulu þeir, ásamt jafnmörgum varamönnum, kosnir hlutfallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Menntamálaráðherra skipar formann úr hópi hinna kjörnu stjórnarmanna.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                  Stjórn Menningarsjóðs hefur með höndum árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum.
    Við 4. gr. Greinin falli brott.