Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 191 . mál.


1096. Breytingartillögur



við frv. til hafnalaga.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (PJ, SigG, StB, ÁMM, ÁJ).



    Við 1. gr. Orðið „allra“ falli brott.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðsins „hafnanna“ í 2. mgr. komi: hafna.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Hafnamálastjóri situr fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti.
    Við 5. gr. Lokamálsliður fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 8. gr. Lokamálsliður orðist svo: Með reglugerð fyrir hvert hafnasamlag skal fylgja áætlun um framkvæmdir samkvæmt hafnaáætlun svo sem við á um hlutaðeigandi hafnir.
    Við 9. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Hafnarstjórn, sem kosin er af eigendum hafnar eða hafnasamlaga, skal hafa á hendi stjórn hafnar eða hafnasamlags og hafnarsjóðs í samræmi við reglugerð, sbr. 2. mgr. 7. gr.
    Við 10. gr. Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í upphafi 1. mgr. komi: Ráðherra.
    Við 12. gr.
         
    
    Í stað orðsins „lögtaki“ í 1. mgr. komi: fjárnámi.
         
    
    Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Skipagjöld skulu miðuð við stærð skipa samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð og eru þau tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé þess.
    Við 13. gr. Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í upphafi 4. mgr. komi: Ráðherra.
    Í stað orðsins „hafnargerðir“ í fyrirsögn III. kafla, svo og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu, komi: hafnargerð.
    Við 19. gr. Orðin „við þær“ falli brott.
    Við 24. gr. Í stað orðsins „dýpkanir“ í 2. tölul. komi: dýpkun.
    Við 26. gr. Í stað orðanna „dýpkanir hafna og innsiglinga“ í 2. tölul. komi: dýpkun hafnar og innsiglingar.
    Við 27. gr. Í stað 2.–4. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                  Greiðsluþátttaka ríkissjóðs í einstökum verkefnum skal ákveðin um leið og verk eru tekin inn á hafnaáætlun og tekin til endurmats á tveggja ára fresti við endurskoðun hafnaáætlunar. Við mat á greiðsluþátttöku ríkissjóðs skal tekið tillit til fjárhagslegrar getu hafnarsjóðs.
                  Skerðing á hámarki framlaga skv. 26. gr. skal miðast við fjárhagslega stöðu hafnarsjóðs og skulu settar um það nánari reglur í reglugerð. Þrátt fyrir slíkar reglur getur ráðherra ákveðið að framkvæmdir í höfnum, sem mynda hafnasamlag, njóti tímabundið hámarksframlags skv. 26. gr.
    Við 33. gr. Á eftir orðunum „Hafnamálastofnunar og hafnaráðs“ í 1. mgr. komi: og með samþykki fjárlaganefndar Alþingis.
    Við 42. gr. Síðari málsliður falli brott.
    Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. laga þessara skulu ákvæði laga nr. 69/1984, um allt að 40% ríkisframlag til stofnkostnaðar við hafnarvogir, hafnsögubáta og löndunarkrana, gilda til ársloka 1994.