Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 364 . mál.


1102. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 22 27. mars 1991, um samvinnufélög.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá viðskiptaráðuneyti Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóra, Finn Sveinbjörnsson skrifstofustjóra og Pál Ásgrímsson lögfræðing. Þá kom á fund nefndarinnar Eiríkur Tómasson hrl. Umsagnir bárust frá Verslunarráði Íslands, Kaupfélagi Árnesinga, Kaupfélagi Skagfirðinga, Lánastofnun sparisjóðanna, Kaupfélagi Héraðsbúa, Tryggingasjóði innlánsdeilda, Seðlabanka Íslands, Kaupfélagi Borgfirðinga, Kaupfélagi Eyfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með tveimur breytingum:
    Annars vegar verði innlánsdeild heimilt að taka við innlögnum bæði frá félagsmönnum og viðskiptaaðilum samvinnufélagsins.
    Hins vegar verði hlutfall eigin fjár félagsins af heildareignum ekki lægra en 18% í stað 20%.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum sem tillaga er flutt um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 4. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.


form., frsm.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Halldór Ásgrímsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.

Guðjón Guðmundsson.