Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 238 . mál.


1110. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins.

Frá minni hluta landbúnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og átt fund með stjórnendum Áburðarverksmiðju ríkisins.
    Ljóst er að rekstur Áburðarverksmiðjunnar er í mikilli hættu. Það stafar ekki af því að verksmiðj an sé rekin með miklu tapi; á árinu 1992 var 14,9 millj. kr. hagnaður af rekstri og 104,5 millj. kr. hagnaður á árinu 1991. Hættan stafar heldur ekki af því að verksmiðjan sé skuldum hlaðin. Eigin fé sem hlutfall af heildarfjármagni hefur vaxið ört undanfarin ár og er nú 88,8% en veltufjárhlutfall er rúm 4% og er eignarstaða verksmiðjunnar mjög traust. Enn síður stafar hættan af því að verk smiðjan geti ekki selt framleiðslu sína. Á sl. ári seldi verksmiðjan alla framleiðslu sína, rúm 50.000 tonn, á innlendum markaði auk rúmlega 1.400 tonna sem voru innflutt og námu heildartekjur fyrir tækisins 1.163,5 millj. kr. Fjöldi starfsmanna er nú 119.
    Yfirvofandi hætta stafar hins vegar af því að samkvæmt samningi um EES verður opnað fyrir innflutning erlends áburðar frá ársbyrjun 1995. Á undanförnum árum hafa nokkur risafyrirtæki með Norsk Hydro í broddi fylkingar náð yfirburðastöðu á norrænum markaði með áburði unnum úr jarð gasi. Líklegt er að Áburðarverksmiðjan muni eiga í erfiðleikum með að standast þá samkeppni þar sem íslenskur áburður er talinn um 10% dýrari en erlendur þótt raunverð á innlendum áburði hafi farið verulega lækkandi á liðnum árum eins og sjá má í meðfylgjandi fylgiskjali. Vissulega fylgja því nokkrir kostir fyrir bændur og neytendur landbúnaðarvara að áburðarverð lækki. Hins vegar er það stórfellt áfall fyrir þjóðarbúið og íslenskt efnahagslíf ef framleiðsla, sem nemur rúmum millj arði króna, fellur niður.
    Fyrirhuguð breyting á rekstrarformi verksmiðjunnar leysir engan vanda. Nú er stjórn verksmiðj unnar kjörin á Alþingi en með stofnun hlutafélags um reksturinn verður sú breyting að landbúnaðar ráðherra velur alla stjórnarmenn. Þótt eignarstaða fyrirtækisins sé mjög góð er ekki líklegt að eftir spurn verði eftir hlutabréfum í hinu nýja hlutafélagi við þær aðstæður sem við blasa. Því er langlík legast að hlutabréfin verði áfram í eigu ríkisins.

    Engin ástæða er til að ætla að staða verksmiðjunnar batni með þeirri miðstýringu og ólýðræðis legu valdasamþjöppun sem felst í því að önnum kafinn stjórnmálamaður, sem gegnir starfi landbún aðarráðherra hverju sinni, verði einráður um málefni fyrirtækisins.
    Brýnasta verkefnið í málefnum þessa fyrirtækis er því ekki breyting á rekstrarformi heldur hitt að tryggja rekstur þess í framtíðinni og skapa því öruggan rekstrargrundvöll. Jafnhliða þessu þarf að huga að réttarstöðu þeirra starfsmanna verksmiðjunnar sem búa nú við réttindi ríkisstarfsmanna.
    Undirritaður, sem skipar minni hluta nefndarinnar, telur óhjákvæmilegt að gerð verði vönduð úttekt á því á vegum landbúnaðarráðuneytisins og bændasamtakanna hvað gera þarf til að tryggja rekstur verksmiðjunnar til frambúðar eftir að innflutningur erlends áburðar hefst í samræmi við EES-samning á árinu 1995. Því er hér lagt til að máli þessu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 5. maí 1993.



Ragnar Arnalds.




Fylgiskjal.


(Súlurit ekki tiltæk.)




9. Helstu kennitölur.



    1992     1991     1990     1989

Veltufjármunir/heildareignir          42,7%     36,9%     26,5%     34,5%
Fastafjármunir/heildareignir          57,3%     63,1%     73,5%     65,5%
Skammtímaskuldir/heildareignir          10,7%     12,5%     13,6%     26,1%
Langtímaskuldir/heildareignir          0,5%     3,3%     6,8%     10,7%
Eigið fé/heildareignir          88,8%     84,2%     79,6%     63,2%
Veltufjárhlutfall          4,01     2,95     1,95     1,32
Lausafjárhlutfall          1,20     0,42     0,38     0,30

Rekstrarreikningur ársins 1992.



    Skýr.     1992     1991

Rekstrartekjur
Sala áburðar               1.158.803.671     1.297.880.023
Aðrar tekjur               4.719.356     6.968.122
    Samtals               1.163.523.027     1.304.848.145

Rekstrargjöld
Hráefni, hjálparefni og umbúðir               348.144.397     594.127.664
Laun og tengd gjöld               299.821.234     280.384.848
Orkukostnaður               84.343.655     94.611.274
Annar rekstrarkostnaður               180.449.779     248.057.370
Landsútsvar          6,0     14.330.891     13.295.143
Afskriftir          1,2     186.224.983     221.348.915
Áburðarbirgðir, lækkun (hækkun)               36.143.875     (230.070.000)
    Samtals               1.149.458.814     1.221.755.214

Hagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda               14.064.213     83.092.931


Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Vaxtatekjur, verðbætur          1,7     43.750.735     65.380.056
Vaxtagjöld, verðbætur          1,7     (31.938.432)     (47.401.734)
Gengistap          1,4     (11.626.346)     (11.429.367)
Reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga          1,2     666.048     14.879.165
    Samtals               852.005     21.428.120

Hagnaður ársins               14.916.218     104.521.051

Efnahagsreikningur.


Eignir.



    Skýr.     1992     1991

Veltufjármunir
Sjóður og bankainnstæður               93.574.897     34.133.677
Viðskiptakröfur          1,5     37.684.263     33.411.972
Aðrar skammtímakröfur               115.096.145     37.106.885
Hráefna- og rekstrarvörubirgðir          1,8     89.788.032     105.179.687
Áburðarbirgðir          1,8     489.780.125     525.924.000
    Samtals               825.923.462     735.756.221

Fastafjármunir
Áhættufé og langtímakröfur:

Skuldabréfaeign               5.159.578     16.920.867
Eignarhlutir í félögum          2,0     5.505.161     2.671.675
    Samtals               10.664.739     19.592.542

Varanlegir rekstrarfjármunir:

Byggingar og önnur mannvirki               799.460.555     835.963.853
Verksmiðjuvélar og búnaður               272.532.295     388.113.878
Flutningstæki, verkfæri og áhöld               23.855.993     16.120.408
    Samtals          3,0     1.095.848.843     1.240.198.139
                        1.106.513.582     1.259.790.681


Eignir samtals          1.932.437.044     1.995.546.902

31. desember 1992.


Skuldir og eigið fé.



    Skýr.     1992     1991

Skammtímaskuldir
Rekstrarlán í erlendri mynt               62.263.060     96.293.841
Ógreitt vegna starfsmanna               10.674.921     9.246.752
Ógreitt áunnið orlof          1,3     20.646.647     0
Ýmsar skammtímaskuldir               26.182.398     64.022.963
Landsútsvar ársins               14.330.891     13.295.143
Næsta árs afborganir langtímaskulda          4,0     71.853.689     66.472.633
    Samtals               205.951.606     249.331.332

Langtímaskuldir
Erlend lán          4,0     71.853.689     132.945.266
Næsta árs afborganir          4,0     (71.853.689)     (66.472.633)
Eftirlaunaskuldbindingar          1,6     9.251.000     0
    Samtals               9.251.000     66.472.633
   Skuldir samtals               215.202.606     315.803.965


Veðsetningar, ábyrgðarskuldbindingar           8,0

Eigið fé
Stofnfé               632.396.959     625.077.876
Endurmatsreikningur               1.876.133.827     1.851.546.878
Ójafnað tap               (791.296.348)     (796.881.817)
    Eigið fé samtals          7,0     1.717.234.438     1.679.742.937


Skuldir og eigið fé samtals          1.932.437.044      1.995.546.902