Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 515 . mál.


1122. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið fékk á fund sinn frá félagsmálaráðuneytinu Berglind Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra og Húnboga Þorsteinsson skrifstofustjóra og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Vilhjálmsson formann og Þórð Skúlason framkvæmdastjóra. Þá bárust henni umsagnir frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandi vestra, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Eyþingi og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Lagt er til að ekki verði bundið í lögum að umdæmanefndir skv. 1. tölul. 1. gr. verði kosnar af stjórnum landshlutasamtaka. Lagt er til að framkvæmd kosninganna verði í höndum landshlutasamtakanna sjálfra án þess að tekin sé afstaða til hvort þau fela hana stjórn sinni. Þá felst í breytingartillögunni að frestur fram til þessara kosninga verður lengdur um fimmtán daga.

Alþingi, 4. maí 1993.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Guðjón Guðmundsson.

Jón Kristjánsson.


form., frsm.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Eggert Haukdal.

Kristinn H. Gunnarsson,


með fyrirvara.



Ingibjörg Pálmadóttir.

Einar K. Guðfinnsson.

Gunnlaugur Stefánsson.