Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 231 . mál.


1131. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 491974, um Lífeyrissjóð sjómanna, lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og lögum nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá fjármálaráðuneytinu Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra og Áslaugu Guðjónsdóttur lögfræðing. Umsagnir bárust frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Lífeyrissjóði sjómanna.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins. Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Ingi Björn Albertsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Alþingi, 4. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Guðjón Guðmundsson.