Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 11/116.

Þskj. 1138  —  303. mál.


Þingsályktun

um tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið.


    Alþingi ályktar að í framhaldi af gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skuli teknar upp viðræður við Evrópubandalagið um tvíhliða samskipti þess og Íslands, einkum með hliðsjón af því að Austurríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sótt um aðild að bandalaginu. Því felur Alþingi ríkisstjórninni að undirbúa slíkar viðræður um hugsanlegan tvíhliða samning og tilkynna framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins um þennan vilja Alþingis.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1993.