Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 188 . mál.


1144. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 21 5. maí 1990, um lögheimili.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá þremur aðilum, annars vegar Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi aldraðra þar sem lýst var eindregnum stuðningi við frumvarpið og hins vegar frá Hagstofu Íslands þar sem lagst var gegn því að frumvarpið næði fram að ganga.
    Í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að manni, sem býr á stofnun fyrir aldraða, sé heimilt að eiga lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu áður. Lagt er til að greininni verði breytt þannig að skilgreint verði hvað átt sé við með stofnun aldraðra og til þess verði notuð skilgreining sem er í 18. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 82/1989.
    Meiri hluti nefndarinnar telur að um réttlætismál sé að ræða og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með fyrrnefndri breytingartillögu sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 6. maí 1993.



Ólafur Þ. Þórðarson,

Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Ey. Kon. Jónsson.


frsm.



Ingi Björn Albertsson.

Jón Helgason,

Kristinn H. Gunnarsson.


með fyrirvara.