Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 351 . mál.


1152. Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir og þróun fiskeldis á Íslandi fram til aldamóta.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og stuðst við umsagnir frá Búnaðarfélagi Íslands, Fiskifélagi Íslands, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Veiðimálastofnuninni að Hólum, Rannsóknaráði ríkisins, Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands og Stéttarsambandi bænda.
    Nefndin hafði jafnframt til hliðsjónar þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að efla fiskeldi, 513. mál þingsins, og taldi rétt að fella inn í tillögugrein þessa máls þann þátt þeirrar tillögu sem lýtur að nýtingu fiskeldismannvirkja í eigu ríkisins. Að öðru leyti telur nefndin að þau sértæku atriði, sem talin eru upp í þeirri tillögu, falli undir þá almennu þróunaráætlun sem er meginefni breytingartillögu nefndarinnar.
    Nefndin var sammála um að áætlun um rannsóknir og þróun fiskeldis þyrfti m.a. að fela í sér hugmyndir um lækkun á rekstrarkostnaði fiskeldis, einkum hvernig unnt yrði að lækka orkuverð með atbeina hins opinbera. Jafnframt þyrfti í þróunaráætlun fyrir greinina að benda á leiðir til að tryggja að fiskeldisfyrirtæki hafi sambærilega möguleika til að útvega rekstrarfjármagn og önnur fyrirtæki í útflutningi.

Alþingi, 4. maí 1993.



Egill Jónsson,

Árni R. Árnason.

Össur Skarphéðinsson,


form.

frsm.



Einar K. Guðfinnsson.

Kristín Ásgeirsdóttir.

Eggert Haukdal.



Guðni Ágústsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Ragnar Arnalds.