Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 88 . mál.


1181. Nefndarálit



um till. til þál. um jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá fjármálaráðuneytinu Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra og Snorra Olsen deildarstjóra. Umsagnir bárust frá ASÍ, Félagi íslenskra iðnrekenda, Félagi málmiðnaðarmanna, fjármálaráðuneytinu, Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Málm- og skipasmíðasambandi Íslands, Málmi, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sjómannasambandi Íslands, utanríkisráðuneytinu, Verkamannasambandi Íslands, Verslunarráði Íslands og Þjóðhagsstofnun.
    Nefndin telur málið allrar athygli vert. Fékk það jákvæðar umsagnir hjá ýmsum þeim aðilum sem nefndin leitaði til. Nefndin leggur til að úttekt fari fram á málinu á grundvelli gildandi laga og þeirra milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að. Í ljósi þess er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 6. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Halldór Ásgrímsson.


form., frsm.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Sólveig Pétursdóttir.

Ingi Björn Albertsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.

Steingrímur J. Sigfússon.