Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 187 . mál.


1197. Nefndarálit



um frv. til l. um bann við sölu á eignum ríkisins án lagaheimilda.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá fjármálaráðuneyti Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra og Snorra Olsen deildarstjóra.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar telur að mál þetta þurfi að taka upp í víðara samhengi, sbr. frumvarp til laga um greiðslur úr ríkissjóði o.fl., 321. mál, sem fjárlaganefnd vísaði til nefndarinnar til umfjöllunar. 1. minni hlutinn hvetur ríkisstjórnina til þess að taka mið af ákvæðum frumvarpsins við undirbúning fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir næsta ár og að þessi ákvæði eða önnur sambærileg verði lögfest á komandi hausti. Í ljósi þess er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 6. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Sólveig Pétursdóttir.