Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 13/116.

Þskj. 1201  —  352. mál.


Þingsályktun

um ríkisábyrgð á bótagreiðslum vegna grófra ofbeldisbrota.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna grófra ofbeldisbrota, svo sem kynferðisbrota.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 1993.