Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 276 . mál.


1210. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.–12. gr. laga nr. 1/1992.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Í stað 17. gr. frumvarpsins komi ný grein svohljóðandi:
         
    
    Fyrirsögn VIII. kafla laganna verður: Húsnæðissparnaður unga fólksins.
         
    
    Fyrri málsgrein 111. gr. laganna orðast svo:
                       Öllum einstaklingum á aldrinum 16–21 árs, sem ekki hafa formlega undanþágu skv. 113. gr., skal skylt að leggja til hiðar 8% af launum sínum, sem greidd eru í peningum eða sambærilegum atvinnutekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða bústofnunar í sveit. Skyldusparnaður hefst við næstu áramót eftir að hlutaðeigandi verður 16 ára og lýkur þegar hann verður 21 árs. Fé það, sem þannig safnast, skal ávaxtað í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins.
         
    
    Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
                   
    1. mgr. orðast svo:
                                 Þegar sá sem sparað hefur fé og lagt í sjóð skv. 1. mgr. 111. gr. hefur náð 21 árs aldri eða byggt eða keypt íbúð til eigin þarfa skal hann eiga þess kost að fá endurgreitt sparifé sitt.
                   2.         1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Húsnæðismálastjórn tekur ákvörðun um vexti af innlánum að fenginni staðfestingu félagsmálaráðherra.
                   3.         Í stað „26 ára“ í 3. mgr. kemur: 21 árs.
         
    
    A–c liðir 113. gr. falla brott.
         
    
    116. gr. (102. gr.) laganna orðast svo:
                       Nú gerir launagreiðandi ekki skil á skyldusparnaði sem hann hefur tekið af launum starfsmanns síns og getur launþegi þá, að liðnum tveimur mánuðum frá útborgun launa, óskað eftir innlausn kröfunnar hjá félagsmálaráðuneytinu eða þeim aðila sem ráðuneytið hefur samið við um að annast slík mál.
                       Sinni launagreiðandi ekki áskorun um að greiða skuldina skal krafan innleyst og skuldin greidd úr ríkissjóði inn á reikning skyldusparanda hjá Byggingarsjóði ríkisins, enda liggi fyrir framsal skyldusparanda á kröfunni til ríkissjóðs. Þetta skal gert innan fjögurra mánaða frá því krafa launþegans var sett fram. Greiða skal höfuðstól og samfellda dráttarvexti eins og þeir eru auglýstir hverju sinni af Seðlabanka Íslands. Krafan skal studd gögnum um fjárhæð hennar og gjalddaga, svo sem launaseðlum eða skilagrein launagreiðanda.
                       Heimilt er að greiða kröfu vegna skyldusparnaðar sem fallið hefur í gjalddaga eftir 1. júlí 1988, enda sé ekki liðinn lengri tími en fjögur ár frá útborgun launa. Ekki skiptir máli hvort bú launagreiðanda hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta eða ekki.
                       Á innleysta skyldusparnaðarkröfu ríkissjóðs falla 7,5% viðurlög við innlausnina. Á kröfuna reiknast síðan dráttarvextir eins og þeir eru ákveðnir hverju sinni af Seðlabanka Íslands, svo og innheimtukostnaður.
                       Kröfu skyldusparanda vegna vangreidds skyldusparnaðar og kröfu ríkissjóðs vegna innleystrar skyldusparnaðarkröfu fylgir lögtaksréttur, sbr. lög nr. 29/1985.