Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 276 . mál.


1212. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.–12. gr. laga nr. 1/1992.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Við 3. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins, húsnæðismálastjórn, skipa tíu menn, sjö kosnir hlutbundinni kosningu af Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar og þrír skipaðir af félagsmálaráðherra eftir tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varamenn skulu kjörnir og skipaðir á sama hátt.
    Við 4. gr.
         
    
    Í stað orðsins „umsjón“ í 1. tölul. komi: eftirlit.
         
    
    2. tölul. orðist svo: Að gera tillögur um skiptingu ráðstöfunarfjár milli útlánaflokka, afgreiða fjárhagsáætlanir og úrskurða ársreikninga stofnunarinnar og byggingarsjóðanna.
         
    
    Við greinina bætist tveir nýir töluliðir, 5. og 6. tölul., svohljóðandi:
                  5.     Að marka meginstefnu í málefnum Húsnæðisstofnunar ríkisins og byggingarsjóðanna.
                  6.     Að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um löggjafaratriði á sviði húsnæðismála.
    Við 5. gr. 3. mgr. falli brott.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, V, svohljóðandi:
                  Á árinu 1993 er húsnæðismálastjórn heimilt að veita lántakendum frest til allt að sex mánaða á greiðslu afborgana, vaxta og verðbóta, að hluta eða að öllu leyti, af lánum veittum til íbúðaöflunar úr Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna og fasteignaveðbréfum sem húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins hefur tekið við í skiptum fyrir húsbréf.
                  Frest skv. 1. mgr er einungis heimilt að veita ef atvinnuleysi, langvarandi veikindi eða aðrar sambærilegar ástæður valda slíkum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega að hann getur ekki staðið skil á greiðslum vegna lánanna.