Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 554 . mál.


1220. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 96/1990, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SigG, LMR, SP, SAÞ, BBj).



    Við 1. gr.
         
    
    Í stað orðsins „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í síðari málsgrein komi: ráðherra.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs veitir stéttarfélögum aðild að sjóðnum eftir umsókn þar um. Lögin taka ekki til þeirra sem tryggður er réttur til atvinnuleysisbóta með öðrum lögum.
    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  2., 3. og 4. gr. laganna falli niður.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  7. gr. laganna orðast svo:
                  Tryggingastofnun ríkisins annast sjóðsvörslu, reikningshald og daglega afgreiðslu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð í umboði sjóðsstjórnar og undir umsjá hennar. Ráðherra getur ákveðið annað fyrirkomulag að fenginni umsögn sjóðsstjórnar.
                  Sjóðurinn skal greiða stofnuninni þóknun fyrir þjónustu hennar samkvæmt samkomulagi milli aðila.
                  Handbært fé sjóðsins skal ávaxta eftir því sem við verður komið í lánastofnunum á þeim stöðum þar sem fé sjóðsins fellur til.
    Við 6. gr.
         
    
    3. tölul. fyrri málsgreinar orðist svo: Hafa á síðustu 12 mánuðum unnið samtals a.m.k. 425 dagvinnustundir í tryggingaskyldri vinnu. Til að finna dagvinnustundir sjálfstætt starfandi skal miðað við skil á tryggingagjaldi af reiknuðu endurgjaldi síðustu 12 mánuði áður en sjálfstæðri starfsemi var hætt. Til að finna dagvinnustundir sjómanna skal margfalda fjölda skráningardaga með 8. Hafi maður stundað samfellt vinnu fyrir og eftir að hann náði 16 ára aldri öðlast hann rétt til bóta ef hann hefur unnið í tryggingaskyldri vinnu a.m.k. þriðjung tilskilins dagvinnutíma eftir að hann varð 16 ára.
         
    
    4. og 5. tölul. fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 10. gr. Í stað orðsins „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í síðari málslið 2. mgr. komi: ráðherra.
    Við 11. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Elli- og örorkulífeyrir svo og örorkustyrkur frá Tryggingastofnun ríkisins skal koma til frádráttar atvinnuleysisbótum.
    Við 12. gr. Inngangsmálsgrein orðist svo:
                  Við 25. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
    Við 13. gr. Greinin orðast svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 26. gr. laganna:
         
    
    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umsóknir um bætur skulu ritaðar á eyðublöð sem ráðuneytið lætur gera.
         
    
    2. mgr. orðast svo:
                            Umsókn ásamt nauðsynlegum gögnum sendist úthlutunarnefnd eða stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs eftir því sem við á.
    Við 17. gr. Í stað 1. málsl. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993. Ákvæði 2. mgr. 1. gr. laganna skulu þó ekki taka gildi fyrr en 1. október 1993.