Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 486 . mál.


1234. Nefndarálit



um frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1991.

Frá minni hluta fjárlaganefndar.



    Minni hlutinn hefur fjallað um málið og hefur verið rætt við ýmsa aðila.
    Nefndin hefur fengið á sinn fund fulltrúa fjármálaráðuneytis og Ríkisendurskoðunar þar sem aðilar hafa gert grein fyrir þeim sjónarmiðum er liggja að baki afstöðu þeirra til reikningsins. Ágreiningur er á milli ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar um hvernig farið skuli með reikningsfærslur í ríkisreikningi. Þar til slíkt álit liggur fyrir telur minni hlutinn rétt að fresta afgreiðslu málsins.
    Í ljósi þessa leggur minni hlutinn til að málið verði afgreitt með svofelldri

RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ:



    Þar sem ríkisreikningsnefnd, sem er ætlað það hlutverk samkvæmt lögum að vera fjármálaráðherra til ráðuneytis um atriði er varða uppsetningu fjárlaga og ríkisreiknings, hefur ekki skilað áliti um ágreiningsmál um frágang ríkisreiknings samþykkir Alþingi að vísa málinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.

Alþingi, 6. maí 1993.



Margrét Frímannsdóttir,

Guðrún Helgadóttir.

Jón Kristjánsson.


frsm.



Guðmundur Bjarnason.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.