Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 23/116.

Þskj. 1255  —  225. mál.


Þingsályktun

um rannsóknar-, forvarna- og fræðslustörf um gigtsjúkdóma.


    Alþingi ályktar, í tilefni af norræna gigtarárinu 1992, að fela heilbrigðisráðherra að móta tillögur um eflingu rannsókna á gigtsjúkdómum í samvinnu við Gigtarfélag Íslands. Jafnframt beiti ráðherra sér fyrir stórauknu forvarna- og fræðslustarfi um gigtsjúkdóma í samráði við Gigtarfélagið.
    Alþingi ályktar enn fremur að fela heilbrigðisráðherra að gera raunhæfar tillögur um áframhaldandi eflingu lækninga, hjúkrunar og endurhæfingar fyrir gigtsjúka hér á landi og stuðla að aðgerðum er koma í veg fyrir vinnutap og langvarandi örorku vegna gigtsjúkdóma.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1993.