Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 25/116.

Þskj. 1257  —  351. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir og þróun fiskeldis á Íslandi fram til aldamóta.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera áætlun um rannsóknir og þróun fiskeldis á Íslandi fram til aldamóta. Áætlunin skal taka til bæði eldis ferskvatnsfiska og sjávarfangs. Sérstaklega verði kannað hvernig unnt sé að nýta sem best þau fiskeldismannvirki sem nú þegar hafa verið byggð.
    Markmið áætlunarinnar skal vera að móta stefnu þannig að fyrir aldamót verði Íslendingar í fremstu röð þjóða hvað varðar þekkingu á eldi fiska og annars sjávarfangs.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1993.