Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 26/116.

Þskj. 1258  —  132. mál.


Þingsályktun

um rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna:
     a.      hvaða stefnumörkun niðurstöður könnunar á högum atvinnulausra kalli á,
     b.      hverjar séu takmarkanir bótakerfisins gagnvart þessum hópi og hvort og þá hvernig breyta skuli stuðningi hins opinbera við atvinnulausa, ekki hvað síst við þá sem búa við langvarandi atvinnuleysi,
     c.      hvernig unnt sé að bæta aðgang atvinnulausra að menntakerfinu, ekki síst starfsmenntun og starfsþjálfun,
     d.      hver sé þjóðfélagslegur kostnaður vegna atvinnuleysis.
    Í upphafi næsta þings verði lögð fram greinargerð um málið.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1993.