Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 554 . mál.


1271. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 96/1990, með síðari breytingum.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (FI, IP, ISG, MF).



    Við 1. gr.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem tilkynnt hafa til opinberra aðila eða annarra aðila sem stjórn sjóðsins metur jafngilda að þeir hafi engar tekjur eða tekjuígildi af rekstri, og hafa ekki hafið störf sem launamenn og eru sannanlega í atvinnuleit, skulu eiga sama rétt til bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði og launamenn.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                            Þeir sem lokið hafa námi, svo og þeir sem sviptir hafa verið frelsi með dómi í a.m.k. 12 mánuði, skulu eiga rétt á bótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Þeir sem hætta námi skulu þó ekki eiga rétt á bótum fyrr en 40 dögum eftir að þeir hætta námi. Ráðherra setur að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.
    Við 4. gr. Efnisgreinin orðist svo:
                  Tryggingastofnun ríkisins annast sjóðsvörslu, reikningshald og daglega afgreiðslu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð í umboði sjóðsstjórnar og undir umsjá hennar.
                  Sjóðsstjórn er heimilt að ákveða annað fyrirkomulag með samþykki ráðherra.
                  Útgjöldum sjóðsins vegna launamanna skal haldið aðgreindum í reikningum sjóðsins frá útgjöldum vegna þeirra sem lokið hafa eða hætt námi og þeirra sem sviptir hafa verið frelsi með dómi annars vegar og sjálfstætt starfandi einstaklinga hins vegar.
                  Sjóðurinn skal greiða Tryggingastofnun þóknun fyrir þjónustu hennar samkvæmt samkomulagi milli aðila.
                  Handbært fé sjóðsins skal ávaxta eftir því sem við verður komið í lánastofnunum á þeim stöðum þar sem fé sjóðsins fellur til.
    Við 8. gr. Greinin hljóði svo:
                  20. gr. laganna orðast svo:
                  Til þess að öðlast bótarétt verður umsækjandi að láta skrá sig einu sinni í viku hjá vinnumiðlun.
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er úthlutunarnefnd eða stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt að ákveða að á afmörkuðum svæðum og í tiltekinn tíma skuli skráning fara fram oftar en vikulega, enda verði slíkt talið eðlilegt með hliðsjón af atvinnuástandi.
              Nú veikist umsækjandi og heldur hann þá bótarétti sínum enda séu veikindin sönnuð með læknisvottorði þótt hann komist ekki til skráningarstaðar. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs setur skráningarreglur samkvæmt þessari grein.
    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  Á 22. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
         
    
    Seinni málsliður 2. mgr. fellur brott.
         
    
    3. mgr. fellur brott.
    Á eftir 10. gr. frumvarpsins komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað „4%“ í 2. mgr. 23. gr. kemur: 8%.
    Við 11. gr. Greinin falli brott.
    Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  2. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra setur reglugerð um skipan úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta til þeirra sem ekki eru í stéttarfélagi, eru sjálfstætt starfandi og þeirra sem lokið hafa eða hætt námi.
    Við frumvarpið bætist ný grein (18. gr.) svohljóðandi:
                  Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, IV, svohljóðandi:
                  Lög þessi skal endurskoða fyrir árslok 1995.