Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 29/116.

Þskj. 1284  —  139. mál.


Þingsályktun

um íbúðaverð á landsbyggðinni.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er leiti leiða til þess að efla almennan íbúðamarkað á landsbyggðinni. Nefndinni verði sérstaklega gert að skoða hver áhrif lög og reglur um félagslegt íbúðarhúsnæði hafi á stöðu íbúðamarkaðarins.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.