Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 554 . mál.


1289. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 96/1990, með síðari breytingum.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (ISG, FI, IP, MF).



    Við 9. gr. Á eftir 1. málsl. efnismálsgreinar b-liðar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Bótaréttur glatast þó ekki þótt umsækjandi hafni vinnu ef hann með læknisvottorði sannar að hann geti eigi stundað þá vinnu sem hann á kost á.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „16 vikur“ í 2. málsl. 5. efnismgr. komi: 8 vikur.
    Við 11. gr. Orðin „svo og örorkustyrkur“ falli brott.