Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 32/116.

Þskj. 1294  —  594. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á botndýrum við Ísland.


    Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að láta Hafrannsóknastofnun vinna áætlun um frekari rannsóknir á botndýrum við Ísland með megináherslu á tegundir sem vænlegar eru til nýtingar.
    Áætlunin skipi rannsóknarsvæðum í forgangsröð og áætli fjárþörf rannsóknanna. Meta skal hversu mikinn hluta rannsóknanna megi vinna í samvinnu við útgerðarmenn og fyrirtæki sem þegar nýta botndýr.
    Tilgangur rannsóknanna verði meðal annars að leita nýrra miða og meta veiðiþol stofna. Jafnframt verði gerðar tillögur um hvernig best verði staðið að ráðgjöf og stuðningi við þróun og vinnslu á vannýttum botndýrum og markaðssetningu afurðanna.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.