Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 33/116.

Þskj. 1297  —  516. mál.


Þingsályktun

um heimild til að hefja undirbúning að stofnun reynslusveitarfélaga.


    Alþingi ályktar að heimila félagsmálaráðherra að hefja undirbúning að stofnun allt að fimm reynslusveitarfélaga, er starfi frá 1. janúar 1995 til 31. desember 1998, á grundvelli hugmynda sem fram koma í skýrslu sveitarfélaganefndar. Með hliðsjón af því skipi félagsmálaráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem hafi yfirumsjón með framkvæmd þessa tilraunaverkefnis.
    Frumvarp til laga um reynslusveitarfélög verði lagt fyrir Alþingi vorið 1994 að undangengnum viðræðum milli verkefnisstjórnar, reynslusveitarfélaga, félagsmálaráðuneytis og annarra fagráðuneyta um hvernig skuli staðið að framkvæmd tilraunaverkefnisins.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.