Fyrirspurn um skráningu notaðra skipa

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 16:36:11 (4049)

    [16:36]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Hér er á dagskrá fsp. á þskj. 500 sem ég bar fram á fyrsta degi þings eftir áramót til hæstv. samgrh. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem fsp. er á dagskrá án þess að hún sé tekin fyrir. Ég hlýt að inna virðulegan forseta eftir því hverju það sætir. Ekki síst þar sem fsp. er beint til hæstv. samgrh. sem einnig er hæstv. landbrh. og kvartaði yfir því áðan að fsp. væri ekki beint til sín. Mér sýnist samkvæmt þessu að það þjóni litlum tilgangi að bera fram fyrirspurnir til þessa hæstv. ráðherra þar sem þingskapareglur eru hundsaðar, ekki einu sinni heldur tvær vikur í röð gagnvart því að svara þessari fsp.