Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 16:31:31 (4127)


[16:31]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég er farinn að halda það að hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið upptekinn við að hlusta á annað en mína ræðu sem ég flutti hér sem svar við andsvari fyrir stuttu síðan. Ég lagði einmitt áherslu á að þetta mál mundi fá þinglega meðferð, að því mundi ég stuðla, og ég mundi taka fullan þátt í þeirri vinnu og ég vil aftur vísa til ræðu minnar þar sem ég var einmitt að tala um ýmis atriði, m.a. sem þyrfti að breyta, frá því sem nú stæði í frv., t.d. í sambandi við banndagakerfi krókaleyfisbáta og

framsetningu þess og hvernig því verður fyrir komið og ýmis önnur atriði nefndi ég.
    Síðast en ekki síst tók ég undir ályktun Alþfl. sem hv. þm. Halldór Ásgrímsson kynnti svo vel hér og sannarlega mun ég hafa þá ályktun til leiðsagnar í nefndarstarfinu í hv. sjútvn.