Húsrými Þjóðarbókhlöðu

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 13:39:10 (4217)


[13:39]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Það skiptir miklu máli fyrir Háskóla Íslands að hið nýja þjóðbókasafn taki til starfa einmitt vegna þess að við það losnar verulegt rými í byggingu háskólans sjálfs og í hinni nýju Þjóðarbókhlöðu verður þeim viðfangsefnum sinnt og ég hefði haldið við betri aðstæður en eru í háskólabókasafni í dag. Þannig að það er mikið áhugamál háskólans að þetta geti gengið sem allra fyrst.