Störf útvarpslaganefndar

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 13:58:05 (4234)


[13:58]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áðan, þá veit ég ekki betur en nefndin sé að ljúka störfum. Ef hún gerir það ekki í dag, þá hlýtur það að verða einhvern allra næstu daga, heldur e.t.v. einn fund til viðbótar. Þetta álit þriggja manna nefndarinnar verður birt sem fylgigagn með frv.
    Ég get því miður ekki upplýst það hver verður endanleg tillaga nefndarinnar vegna þess að það er ekki búið að ganga frá því með formlegum hætti á nefndarfundi. En eins og ég segi trúi ég því og vona að það verði gert í dag.