Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 15:38:57 (4774)


[15:38]
     Auður Sveinsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra spyr hvernig væri hægt að taka þetta á breiðari grundvelli. Ég reyndi að lýsa því hér áðan að það er svo margt sem kemur að þessu. Ég get ekki séð að stjórn náttúruverndarmála sé eingöngu í gegnum náttúruverndarlög vegna þess að stjórnin er líka í gegnum skipulagsmál, lög um landgræðslu, lög um skógrækt, eignarrétt og margt annað og ég hefði viljað að það kæmi miklu skýrar inn í þennan stjórnunarþátt. Mér finnst þetta vera of þröngur farvegur. Ég hefði viljað að þarna væri lýst betur samstarfi við aðrar stofnanir en bara Náttúrufræðistofnun Íslands og einnig að það færi meira fyrir markmiðum fyrir þessu, að tengja þetta inn í fleiri þætti og fleiri lög sem þá gerðu þetta að þessum stóra málaflokki sem hann er.