Vísun máls til nefndar

104. fundur
Miðvikudaginn 09. mars 1994, kl. 13:44:01 (4875)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Þannig háttar til varðandi 3. dagskrármál, Skipun nefndar til að kanna útlánatöp, 237. mál, að því var reyndar vísað til allshn. án atkvæðagreiðslu áðan, en nú hafa komið fram athugasemdir í þingsalnum að e.t.v. væri eðlilegra að vísa þessu máli fremur til efh.- og viðskn. Ég sé að hv. varaformaður efh.- og viðskn. kinkar kolli, telur það eðlilegt.
    Forseti telur að það sé rétt að taka þetta mál upp og . . .  (Gripið fram í.) ( ÓÞÞ: Málið er afgreitt á fundinum.) ( Gripið fram í: Það má leysa þetta með því að vísa því milli nefnda.) ( VE: Eðlilegast að flytja um það sérstaka tillögu að málið fari til efh.- og viðskn.) ( ÓÞÞ: Það er búið að afgreiða málið.) Forseti ætlar að láta fara fram um það atkvæðagreiðslu að vísa málinu til efh.- og viðskn. ( GHelg: Forseti. Þetta mál snýst aðeins um það að skipa nefnd. Allshn. er fullfær um að fjalla um það mál.) Þetta er ákvörðun forseta að láta hér fara fram atkvæðagreiðslu um að málinu verði vísað til efh.- og viðskn. ( ÓÞÞ: Samkvæmt hvaða grein þingskapa starfar forseti þessa stundina? Er hægt að fá það upplýst?) Forseti hefur mikil völd í þingsalnum eins og hv. þm. er kunnugt og hefst nú atkvæðagreiðsla um það að vísa málinu til efh.- og viðskn.